RoboBraille er ókeypis hugbúnaður á vef sem færir textaskjöl yfir á aðgengilegt form fyrir blinda, sjónskerta og aðra. Texta er hlaðið inn á vefsvæði, ýmist skjali, vefslóð eða afrituðu textabroti, og form valið. Hægt er að velja um MP3-hljóðskrá, rafbókarform eða Word (.docx). Aðlagaður texti er svo sendur með tölvupósti á notanda stuttu síðar. Robobraille notar OCR (Optical Content Reader) til að lesa óvirk skönnuð skjöl og fyrir MP3 hljóðskrár er hægt að velja ýmis tungumál, þ.m.t. íslensku.
Hér er PDF-skjal með eftirfarandi leiðbeiningum og skýringamyndum.
Farið er á vefsíðuna https://www.robobraille.org/
Hægt er að hlaða inn skrám á eftirfarandi sniðum .DOC, .DOCX, .PDF, .PPT, .PPTX, .TXT, .XML, .HTML, .HTM, .RTF, .EPUB, .MOBI, .TIFF, .TIF, .GIF, .JPG, .JPEG, .BMP, .PNG, .PCX, .DCX, .J2K, .JP2, .JPX, .DJV, .TEXT eða .ASC .
- Hægt er að hlaða inn nokkrum skrám í einu, allt að 64MB.
- Fyrst er valið hverju á að hlaða inn með því að haka í rétt form; Skrá (File), Vefslóð (URL) eða Texta (Text).
- Ef hlaða á inn skrá er skráin svo valin í Choose Files og Upload til að hlaða henni inn.
Sé valin vefslóð (URL) verður slóðin að vísa á skrá (.PDF, .HTML, .JPG, eða annað); ekki er hægt að breyta vefsíðum eða textafærslum í annað form.
Í næsta skrefi er valið á hvaða formi skráin á að vera. Það er í hvaða form viltu umbreyta skránni. Hægt er að velja MP3 hljóðskrá (MP3 audio), Punktaletur (Braille)*, Rafbók (Ebook) eða textaskrá (Accessibility conversion) sem er til dæmis Word skjal.
(*Sé punktaletur (Braille) valið skilar það .PEF sem er myndaskrá, opnast í sértækum forritum og nýtist takmarkað.)
Ef vefslóð sem inniheldur skjal er valin er hún límd (paste) í URL reitinn. Hún verður að vera á eftirfarandi formi .DOC, .DOCX, .PDF, .PPT, .PPTX, .TXT, .XML, .HTML, .HTM, .RTF, .EPUB, .MOBI, .TIFF, .TIF, .GIF, .JPG, .JPEG, .BMP, .PNG, .PCX, .DCX, .J2K, .JP2, .JPX, .DJV, .TEX eða .ASC .
Sé hljóðskrá valin þarf að velja á hvaða tungumáli skráin er lesin og hvort hún eigi að vera lesin af karlmannsrödd eða kvenmannsrödd. Síðan er sett inn netfang til að senda lokaskrána á.
Sé Accessibility conversion valið þarf að velja á hvaða sniði textaskráin á að vera. Síðan er skráð inn netfang sem senda á lokaskrána á. Skráin kemur stundum sem viðhengi og stundum sem hlekkur.