Envision AI er smáforrit sem fæst bæði fyrir IOS og Android.

Í Android er hægt að nota íslensku Ivona-raddirnar ef þær eru þegar uppsettar í símanum. Þá er hægt að nota forritið til að lesa texta sem birtist í „sjónsviði“ myndavélarinnar – instant text en líka hægt að láta það „skanna“ inn skjöl. Bæði eitt skjal og mörg skjöl í einu.
Eins er hægt að nota forritið til þess að lýsa umhverfinu, þekkja liti og lesa strikamerki (mjög fá íslensk inni).

Forritið getur líka.:

  • látið vita ef fólk birtist í „sjónsviði“ myndavélarinnar,
  • fundið ákveðna fyrirframskilgreinda hluti eins og rúm, sófa, örbylgjuofn o.fl.,
  • lært að „þekkja“ ákveðna einstaklinga.