Microsoft-vafrinn Edge býður upp á upplestur texta af vefsíðum og PDF-skjölum, Nú eru þar tvær íslenskar raddir í boði; Gunnar og Guðrún.
Hér er PDF-skjal með leiðbeiningum og myndum til útskýringar.
Til að kveikja á upplestri þegar Microsoft Edge vafri er notaður er hægt að ýta á „A“ táknið hægra megin í vefslóðarreit.
Eða nota flýtileið sem er Ctrl + Shift + U, bæði til að kveikja og slökkva á upplestri.
Eða ýta á punktana þrjá sem birtast efst lengst til hægri og velja ReadAloud þar.
Þegar kveikt er ReadAloud þá opnast stjórnstika fyrir neðan vefslóðarreit. Lengst til hægri á henni eru Voice Options.
Þar er hægt að stjórna hraða lesturs og velja tungumál.