Hægt er að setja upp viðbót (extension) við Chrome vafrann sem heitir Read Aloud.

Hér er PDF-skjal með leiðbeiningum og myndum til útskýringar.

Þegar viðbótin hefur verið sett upp birtist hún svo undir mynd af púsli efst í hægra horni vafrans, í lista yfir uppsettar viðbætur. Til þess að hafa þessa viðbót alltaf sýnilega þarf að haka við pinnann við hliðina á henni í listanum.

Ef ýtt er á táknið fyrir viðbótina kemur upp mynd fyrir stillingar (tannhjólið). Þar er hægt að velja rödd, hraða raddar og tónhæð. Eins er hægt að velja hvort textinn sem verið er að lesa birtist og áhersla sé á orði sem er lesið.

Ef auto select er valið þá velur viðbótin hvaða tungumáli hún les á.