Bókin Að sjá illa en líða vel eftir Krister Inde heiti á sænsku Se dåligt, må bra.
Hér er hægt að hlaða bókinni niður sem PDF-skjali (1 mB, 102 bls.)
Á vef Blindrafélagsins má hlusta á lesna útgáfu.
Aftan á bókinni stendur:
Sjónin er bara hluti af þér
Ef sjónin bregst missir þú kannski fótfestuna og finnst eins og þú sért ekki heilsteypt manneskja. En það þýðir ekki að svo verði það sem eftir er. Þú hefur nefnilega rétt á því að vera öðruvísi en samt sem áður heilsteyptur og hamingjusamur einstaklingur með öllum þeim gleði- og áhyggjuefnum sem lífið hefur upp á að bjóða. Þó að þú sjáir illa.
Þessi bók fjallar um leiðina að því marki.
Krister Inde, MA og sjónráðgjafi, missti sjónina á þrítugsaldri. Hann hefur skrifað fjölda bóka og fræðirita um sjón og sjón[1]þjálfun og er vinsæll fyrirlesari. Aðferðafræði hans er notuð í ýmsum löndum. Hann hefur einnig verið rektor, kennari og trúnaðarmaður í stjórnun. Krister hefur líka rekið eigin fyrirtæki í auglýsinga- og markaðsmálum. Hann hefur ennfremur verið framkvæmdastjóri í atvinnufélagi og vinnur jafnframt á Certec við Lundarháskóla.
„Ég varð næstum því hrærð þegar ég las lýsingu Kristers á hvernig það er að endurnýja kynnin við hrafnasparkið sem nefnist bókstafir.“
Bodil Jönsson, sænskur rithöfundur og prófessor, Lundi
„Sem betur fer er Krister Inde með lausa skrúfu sem gerir það að verkum að honum tekst að sjá samhengi í hlutunum út frá mörgum sjónarhornum samtímis.“
Täppas Fogelberg, sænskur rithöfundur og útvarpsmaður
Efni:
- Formáli frá Blindrafélaginu
- Formáli eftir Täppas Fogelberg, þekktan sænskan útvarpsmann
- Hugleiðingar um eftirsóknarvert líf
- Fyrir meira en 35 árum
- Að bregðast við breyttum aðstæðum
- Hjá augnlækninum
- Áfallið
- Erfiðleikarnir
- Sorgin og gráturinn
- Sá sem huggar
- Bólar á björtum himni
- Áframhaldandi vinna með sorgina
- Sökudólgur
- Fyrsta heimsóknin á sjónstöðina
- Það sem eftir er
- Stuðningur fjölskyldunnar og annarra sem eru sjónskertir
- Önnur heimsóknin á sjónstöðina
- Einhver hafði trú á mér
- Sífellt bætt líðan
- Sorg aðstandenda þinna
- Sjálfsálit, sjálfstraust og sjálfsöryggi
- Enn um samferðarmenn
- Gott dæmi um raunverulega samkennd
- Eðlileg og fagleg samkennd
- Í Bandaríkjunum árið 1969
- Að skoða samskipti sín við aðra
- Að láta sjá sig
- Lærðu að þekkja takmörk þín
- Við förum aftur í gegnum vandamálið og ferlið
- Áfengi – vinur eða vandamál?
- Ertu tilbúinn undir nokkrar erfiðar staðreyndir?
- Nokkur verri dæmi
- Hvað græðir maður á því að sjá illa?
- Ég og bílprófið
- Innri styrkur þinn
- Endurhæfing – að endurskapa framtíðina
- Sjálfsvorkunn
- Leyfðu breytingunum að líða hjá
- Ólíkar gerðir sjónskerðingar
- Einstaklingar með eyður í miðju sjónsviðs eða fólk sem skortir miðjusjón
- Einstaklingar með skemmdir í sjónsviði hliðlægt eða fólk sem skortir hliðarsjón
- Einstaklingar með skerta sjónskerpu, eðlilega sjón út til hliðanna og eðlilegar augnhreyfingar
- Sjóntækjafræðingurinn Jörgen Gustafsson hefur orðið
- Það er ekki hættulegt að nota augun
- Hin skynfærin
- Týna og leita að einhverju
- Að heilsast og kveðjast
- Leikhús og kvikmyndir
- Skíði og önnur hreyfing
- Að finna sér lífsförunaut
- Örorkulífeyrir eða blindrastarf
- Vinnumarkaðurinn
- Aftur í sama farið
- Þú býrð yfir andlegu korti af heimsmynd þinni
- Styrk- og veikleikar
- Einhvern til að tala við
- Gerðu lista yfir það sem þú ert góður í (færnibókhald)
- Stattu á þínu og gerðu það sem þú getur
- Vertu þú sjálfur – lifðu eins og þú vilt
- Lokaorð eftir Bodil Jönsson