Bókin um sjón barna er þýdd og staðfærð úr sænsku (Bok om barnets syn).

Hér er hægt að sækja PDF-skjal af bókinni (19 bls., 650 kB)

Í inngangi segir:
Það er almennt þekkt að sjónin er mikilvæg fyrir allt sem við gerum. Færri vita að það eru ekki einungis skerðingar í uppbyggingu augans og augnsjúkdómar sem valda sjónskerðingu heldur einnig truflun á starfsemi  miðtaugakerfisins. Sjónskerðing hefur áhrif á nám og ekki síður félagsþroska. Börn með sjónskerðingu stunda nám í leik- og grunnskólum í sinni heimabyggð og fá þar þann stuðning sem nauðsynlegur er.
Ætlunin er að bæklingur þessi veiti lesendum svör við þeim spurningum er kunna að vakna varðandi sjónskert börn. Lesa má sjálfstætt hvern kafla fyrir sig og styðjast við orðskýringar aftast í bæklingnum.