Í tilefni af alþjóðlegum sjónverndardegi þann 13. október og degi hvíta stafsins 15. október efnir Blindrafélagið til kynningar á niðurstöðum könnunar á þjónustu við blint og sjónskert fólk sem ráðgjafafyrirtækið Intellecta vann fyrir Blindrafélagið. Um er að ræða þjónustu veitta af Blindrafélaginu, Hljóðbókasafni Íslands og Sjónstöðinni – þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Morgunverðarfundurinn verður haldinn 13. október á alþjóðlegum sjónverndardegi í Hamrahlíð 17, Húsi Blindrafélagsins. Morgunverður verður borinn fram frá 8:30 og stendur fundurinn frá klukkan 9:00 til 10:00.
Fundurinn ber yfirskriftina: Þjónustan við okkar fólk – staðan, tækifærin, framtíðin.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Fundarsetning – Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins
- Intellecta – Stöðumat á þjónustu. Svanur Þorvaldsson
- Sjónstöðin – Þjónustan, staðan þá og nú. – Elfa Svanhildur Hermannsdóttir, forstjóri Sjónstöðvarinnar
- Hljóðbókasafn Íslands – Safn á fleiri tungumálum, fyrir blinda og sjónskerta. Einar Hrafnsson
- Blindrafélagið – Hið almenna verði aðgengilegt. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins
- Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri verður Unnur Þöll Benediktsdóttir.
Vinsamlega tilkynnið um þátttöku á blind@blind.is eða í síma 525 0000