Hægt er að búa til raddmerkingar og lesa inn á NFC límmiða og NFC skífur.

Hér er PDF-skjal með leiðbeiningum og myndum til útskýringar.

  1. Til að búa til raddmerkingar er farið í Stillingar og þaðan í Aðgengi. 
  2. Þar eru valdar Ítarlegar stillingar
  3. Því næst eru Raddmerki valin.
  4. Þá er tekið upp það hljóð sem á að vera á NFC miðanum með því að ýta á upptöku-hnappinn,
    – og Stopp þegar það er búið,
    – og svo Lokið.
  5. Síðan er bakhlið símans borin upp að raddmerki og við það vistast upptakan á NFC-miðann.
  6. Svo má líma/festa miðann á það sem á að merkja. Eftir það er hægt að bera bakhlið símans upp að miðanum og þá heyrist raddupptakan