Sjónstöðin hefur þýtt og staðfært námsefnið Palli rannsakar heiminn sem þróað er af tékkneska fyrirtækinu ZEMĚ, og er ætlað ungum börnum með sjónskerðingu, börnum með fleiri fatlanir, foreldrum þeirra og kennurum. 

Sögunni Palli rannsakar heiminn er skipt í fjóra hluta og við lestur þeirra byggja börnin ekki einungis á eigin reynslu heldur notast líka við skynfærin; sjón, snertiskyn og heyrn. Fjallað er um hversdagsleg viðfangsefni sem eru mikilvæg fyrir þroska barna. 

Þetta snýst að miklu leyti um skilning á því hvað barnið getur séð, hvernig hlutir virka, um áttun og umferli, samhengi milli hluta og skilning á helstu tilfinningum. Vonast er til að þetta efni megi veita  börnunum innblástur og gleði.  

Þetta er í annað skipti sem Sjónstöðin þýðir og staðfærir efni frá ZEMĚ, en fyrir nokkrum árum kom út kennsluefnið Prakkastrik Nasa.

Palli rannsakar heiminn er þáttur í þjónustu Sjónstöðvarinnar og flokkast sem hjálpartæki sem notendur geta fengið úthlutað.  

 

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Traustadóttir; rannveig.traustadottir@midstod.is  

.

Námsefnið inniheldur 4 sögur af Palla, svart spjald og myndaspjöld til að raða myndefni á.

Myndin af Dreka og rúminu hans endurgerð á svarta spjaldinu.