Að færa texta af glærum í PowerPoint yfir í Word

Í þessu skjali er farið yfir aðferðir til að færa texta af glærum frá PowerPoint yfir á Word. 

Hér er hægt að hlaða niður PDF-skjali með leiðbeiningunum og myndskýringum. 

Ef notuð er mús og PowerPoint er á ensku:

Hægt er að færa texta af glærum yfir í Word með nokkrum smellum í PowerPoint.

 1. Opna glærupakkann
 2. Fara í View
 3. Velja Outline View
 4. Smella á textann sem birtist í glugganum vinstra megin
 5. Velja allan textann, Ctrl + A
 6. Afrita allan textann, Ctrl + C
 7. Opna nýtt Word skjal
 8. Líma textann, Ctrl + V

Ef notuð er mús og PowerPoint er á íslensku:

Hægt er að færa texta af glærum yfir í Word með nokkrum smellum í PowerPoint.

 1. Opna glærupakkann
 2. Fara í Yfirlit
 3. Velja Útlínuyfirlit
 4. Smella á textann sem birtist í glugganum vinsta megin
 5. Velja allan textann, Ctrl + A
 6. Afrita allan textann, Ctrl + C
 7. Opna nýtt Word skjal
 8. Líma textann, Ctrl + V