Verkefni til þess að bæta félagsfærni sjónskertra einstaklinga á fullorðinsaldri

Afurð VAPETVIP verkefnahópsins sem aðilar frá Íslandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Þýskalandi komu að. Heftið kom út árið 2016.

Hér er leiðbeiningaheftið sem PDF-skjal (39 bls. 658 kB)

Í inngangi segir: 
Námsefnið er hugsað fyrir fagfólk á sviði fræðslu og endurhæfingar fyrir blinda og sjónskerta á fullorðinsaldri. Efninu er ætlað að bæta þekkingu, veita góð ráð og leggja til verkefni sem fagfólk getur nýtt til þess að bæta félagsfærni nemenda eða skjólstæðinga sinna. Þörfin fyrir góða félagsfærni liggur í augum uppi á vinnumarkaði dagsins í dag og hún er ekki síður mikilvæg en sérþekking starfsfólksins. Allir þurfa að vinna í þessari færni, en sjónskert fólk getur mætt sérstökum hindrunum þegar félagsaðstæður eru sjónrænar.

Í þessu námsefni er m.a. að finna hagnýtt kennsluefni á sviði grundvallarfélagsfærni sem er nauðsynleg í daglegu lífi, með tilliti til félagsaðlögunar og þátttöku, á sviði sjálfstrausts og sjálfstjórnunar, á sviði sjálfsábyrgðar og félagslegs þroska. Efnið skiptist í nokkra efnisflokka, þar á meðal grundvallarsamskiptahæfni, samskipti á netinu, samskipti milli fólks og menningarheima, hópvinnufærni og færni við úrlausn verkefna og við ákvarðanatöku.

Einnig má hér finna kafla um hugmyndafræði. Tilgangurinn með því efni er að undirstrika það hvers kennarar á þessu sviði eru megnugir. Sannfæring kennara fyrir því að nemendur geti bætt líf sitt getur skilað sér í sannfæringu nemendanna sjálfra um að sú sé raunin. Nemendinn getur ákveðið í hvaða röð er farið í námsefnið, sem og hvaða námsefni er farið yfir og hvað ekki. Nemandinn verður að klára að minnsta kosti 70% af námsefninu til þess að geta fengið vottun um að námskeiði sé lokið.