Hér er hægt að hlaða niður PDF-skjali með leiðbeiningunum og myndskýringum

Til að kveikja á TalkBack er farið í Stillingar,
þar í Aðgengi,
og þar í TalkBack.

Þar þarf svo að velja hvaða talgervilsvél á að nota.

Þá er farið í Stillingar og þar í Stillingar talgervils.

Smella þarf á Valið kerfi og velja þar einhvern af möguleikunum sem eru í boði.

Smáforritið Símarómur er með íslenskar raddir. Forritið er aðgengilegt í PlayStore.

Talþjónusta Google er komin með íslensku í tungumál hjá sér (ekki komið í alla síma).

Þá er valin Talþjónusta Google og í Tungumál er valin íslenska.

Síðan þarf að kveikja á TalkBack með því að smella á hnappinn eins og á myndinni hér til hliðar.

Eins er gott að velja sér flýtileið til að kveikja/slökkva á TalkBack.

Ivona raddir eru ekki lengur aðgengilegar í PlayStore en ef þær voru sóttar áður en þær voru teknar út ættu þær að vera inni í símanum. Ef þær birtast ekki í listanum yfir talgervilsvélar þá þarf að smella á forritið sjálft og samþykkja skilmála.