Afurð VAPETVIP verkefnahópsins sem aðilar frá Íslandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Þýskalandi komu að. Heftið kom út árið 2016.
Hér er leiðbeiningaheftið sem PDF-skjal (22 bls. 546 kB)
Í inngangi segir:
Þessum aðferðum sem hér eru kynntar er ætlað að auðvelda blindum kennurum störf og draga fram hæfileika þeirra, þannig að blint fólk geti kennt öðru blindu fólki án þess að þreytast um of. Við vitum að hlutverk kennarans er mikilvægt í námi. Hann þarf því að hljóta góða þjálfun og hafa nægilega kunnáttu, hafa gaman af starfinu og vekja áhuga nemenda á því sem þeir taka sér fyrir hendur, að því gefnu að þeir vilji ná góðum árangri án þess að óttast að þeir ráði ekki við verkefnið.
Til þess að blindur kennari geti unnið starf sitt þarf hann að vera mjög fær í að vinna með skjálestur með því að nota flýtilykla á lyklaborði tölvunnar. Blint fólk notar flýtilykla í stað músar. Þannig er hægt að rápa um tölvuna, leita að upplýsingum, lesa texta o.s.frv. Skjálesari og hljóðgervill gera tölvuna aðgengilega blindum. Þannig verður myndband að hljóðskrá. Með aukinni tækni aukast möguleikar á góðu aðgengi og skjálesarar hafa batnað til muna.
Fólk með fötlun á sama rétt á aðgengi að upplýsingum og námi og aðrir. Í þessari handbók eru einnig upplýsingar um staðla er varða aðgengi, tæknibúnað og hugbúnað sem veita fötluðu fólki sama aðgang að námsefni og ófötluðu fólki.
Áhersla er lögð á tækni sem auðveldar fjarnám Vefsíður og tæknibúnaður sem eru hönnuð fyrir mismunandi getu og hæfileika þjóna öllum, fötluðum og ófötluðum. Þess vegna er mikilvægt að taka tillit til margbreytileika og mismunandi þarfa, fremur en að flokka fólk eftir læknisfræðilegu mati.