Hér er hægt að hlaða niður PDF-skjali með leiðbeiningunum og myndskýringum. 

Farið er í Stillingar og þar í Skjár. 

Þar er hægt að velja hvort nota eigi Dökkt þema eða Ljóst þema.
Ljóst þema er með hvítan bakgrunn og svartan texta og dökkt þema er með svartan bakgrunn og hvítan texta.

Leturstærð og stíll: Hægt að stækka letur, feitletra og breyta um leturstíl.

Tími skjávara: Skjávarinn, þ.e. tíminn sem helst kveikt á skjánum þegar verið er að lesa á honum er forstilltur á 30 sekúndur. Hægt er að breyta því með því að fara inn í Tími skjávara og velja þann tíma sem maður kýs.

Einföld útgáfa: Í einfaldri útgáfu þá breytist uppsetning skjámynda þannig að myndir/tákn fyrir forritin stækka og það verða þá þrjár myndir lárétt og fimm myndir lóðrétt. Þegar síminn er upphaflega settur upp eru oftast fimm myndir lárétt.