Stuðningur og þjónusta við aldrað fólk með sjónskerðingu

Afurð VAPETVIP verkefnahópsins sem aðilar frá Íslandi, Búlgaríu, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Þýskalandi komu að. Heftið kom út árið 2016.

Hér er leiðbeiningaheftið sem PDF-skjal (62 bls., 3 mB)

Í inngangi segir: 
Í þessari handbók er efni sem ætlað er sérfræðingum og öðru starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimila og stofnunum sem veita öldruðum ýmiskonar aðstoð og þjónustu. Hér er að finna upplýsingar um hvernig hægt er að aðstoða blint og sjónskert fólk og vakin athygli á þörfum þeirra sem eru blindir eða sjónskertir. Handbókin skiptist í 5 þemu um þjónustu við aldraða einstaklinga sem eru blindir og sjónskertir. 5 stutt námskeið eru byggð á upplýsingum sem fram koma í handbókinni. Enda þótt megin efnið sé miðað við þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum, getur það gagnast öllum sem aðstoða aldraða hvar sem er í þjóðfélaginu, hvort sem er á stofnunum eða einkaheimilum.

Efnið er unnið á vegum Erasmus+ Programme Evrópusambandsins og fjárhagslega stutt af því. Verkefnið heitir “Virtual Academy for Professionals in Education and Training of Visually Impaired People” (VAPETVIP).

Efni um sjónskerðingar er unnið úr bæklingum sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöð hefur gefið út.