Þjónustu- og þekkingarmiðstöð verður lokuð vikuna 6. – 10. september vegna starfsdaga. Allir starfsmenn munu taka þátt í námskeiði á vegum Gwyneth McCormack, eiganda Positive Eye Ltd. í Bretlandi.

Gwyneth hefur haslað sér völl í gegnum árin með námskeiðum og skemmtilegri nálgun á fræðslu fyrir fagfólk á sviði blindu og sjónskerðingar. Undanfarin tvö ár hefur hún verið að innleiða námsefni sem kallast Positive Looking í Bandaríkjunum og Bretlandi við góðan orðstír.

Innihald námskeiðsins er m.a. sjónþjálfun ungra barna, hvernig má aðlaga námskrá skóla að þörfum nemenda, og hvernig kennarar og foreldrar geta stutt við barn með því að vita hvenær barnið má prófa sig áfram sjálft fremur en að taka fram fyrir hendurnar á því.

Starfsfólk Miðstöðvarinnar mun svo miðla áfram efni námskeiðsins til notenda sinna og innleiða þessa nálgun í gegnum ráðgjöf til skóla og foreldra.