Hér er hægt að efninu niður sem PDF-skjali í A4-stærð, með 14 punkta Verdana letri
og með 18 punkta Verdana letri.

Á Sjónstöðinni eru starfandi umferliskennarar. Notendur Sjónstöðvar geta fengið umferliskennslu og ráðgjöf eftir þörfum.  

Með umferli er lögð áhersla á stuðning til sjálfstæðis og hvatningu til virkni. Umferliskennarar annast kennslu, ráðgjöf og fræðslu um umferli og áttun. Einnig er veitt ráðgjöf um aðgengismál.  

Hvað er umferli?  

Með umferli er átt við skilning einstaklings á umhverfi sínu. Lögð er áhersla á aðferðir og leiðir við að komast frá einum stað til annars innandyra sem utan. Kennileiti í umhverfinu eru mikilvæg. Þau geta verið áþreifanleg, heyrnræn eða sjónræn og auðvelda viðkomandi einstaklingi að átta sig í umhverfinu og rata frá einum stað til annars. 

Hvað felst í  umferliskennslu?  

 • Notkun hvíta stafsins 
 • Notkun skynfæra  
 • Líkams-, rýmis- og umhverfisvitund  
 • Hugtakaþjálfun  
 • Rötun og áttun  
 • Minnisþjálfun  
 • Kortalestur  
 • Kennileiti 
 • Notkun staðsetningartækja  
 • Leiðarlínur og áherslusvæði  
 • Leiðsögutækni 

Hvernig og hvar fer umferliskennsla fram?  

Lagt er mat á þörf fyrir kennslu og þjálfun í samráði við  einstaklinginn og áætlun útbúin.  

Kenndar eru aðferðir og leiðir við að öðlast öryggi og traust í umhverfinu.  

Lögð er áhersla á samstarf við aðra þá sem koma að þjónustu við einstaklinginn, þegar við á. 

Umferliskennsla getur farið fram á heimaslóðum, í skólum, vinnustað eða þar sem einstaklingurinn hefur þörf fyrir kennslu og þjálfun.  

Aðgengi  

Gott aðgengi hefur áhrif á sjálfstæði einstaklingsins við að ferðast um. Umferliskennarar leiðbeina um aðgengismál á heimilum, skólum, vinnustöðum og annarsstaðar út frá þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga. 

Hjálpartæki í umferliskennslu:  

 • Hvíti stafurinn  
 • Kennileiti 
 • Staðsetningarbúnaður  
 • Áttavitar  
 • Upphleypt kort Sjónaukar 

Hvernig er leitað til umferliskennara?  

Notendur Sjónstöðvar, aðstandendur og fagaðilar geta haft samband við umferliskennara Sjónstöðvar í síma 545-5800 eða með tölvupósti á midstod@midstod.is . 

 

Endurskoðað í maí 2022 

.