Sjónstöðin fékk góða gjöf á dögunum þegar Hafdís Jónsdóttir gaf leiðsöguhund til minningar um mann hennar, Björgúlf Andersen, sem var sjónskertur og notandi Sjónstöðvarinnar. Hafdís óskaði þess að keyptur yrði gulur Labrador þar sem Björgúlfur hefði átt auðveldara með að sjá svipbrigði á gulum hundi en svörtum, og að hundurinn fengi nafnið Alex. Alex er nú kominn til landsins og er í samþjálfun með nýjum eiganda sínum, Ívu Marín Adrichem. Sjónstöðin þakkar þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að nýtast mjög vel.

 

Mynd af Ívu Marín Adrichem, nýjum eiganda hundsins Alex, Hafdísi Jónsdóttur sem gaf Sjónstöðinni Alex og á milli þeirra er Alex.