Fimmtudaginn 18. ágúst var haldin kynning fyrir tilvonandi og núverandi háskólanema á þjónustu Sjónstöðvar, ýmsum rafrænum lausnum og hjálpartækjum sem geta komið að góðum notum. Fundurinn var vel sóttur og við vonumst til kynningar sem þessi verði árviss viðburður fyrir upphaf skólavetrar. Í lok kynningar fóru fram umræður og við bættust ýmsar upplýsingar sem nemendur höfðu sjálfið viðað að sér. 

Hér eru krækjur í ýmis PDF-skjöl, þar á meðal glærurnar frá kynningunni (hér er texti þeirra í Word-skjali) og tölvutengdar leiðbeiningar. 

Leiðbeiningar um að ná texta úr PowerPoint-glærum og afrita yfir á Word-skjal, til lesturs með talgervli. Sumir kennarar eru með þægilegar glærur sem mestmegnis eru texti á textasvæði glærunnar (semsagt ekki í textaboxum) og þá er þetta einföld leið til að ná í heildartextann og setja inn á Word-skjal. 
Robobraille-leiðbeiningar. Á Robobraille.org er hægt að hlaða upp skjölum og umbreyta þeim svo textinn verði aðgengilegur.
IVONA-leiðbeiningar. Margir með það uppsett þar sem það kemur með íslensku talgervilsröddunum. Í IVONA er hægt að umbreyta skjölum í hljóðskrá.
Smávegis um Envision AI, sem er smáforrit og til bæði fyrir Android og IOS. Hægt að láta lesa, skanna inn skjöl, leita eftir ákveðnum hlutum eða fólki.

 

Bóksölur með rafrænar háskólabækur: 

Bóksalan – www.boksala.is
Heimkaup – www.heimkaup.is
Amazon – www.amazon.com , www.amazon.co.uk  og svo er Amazon á fleiri málsvæðum, t.d. þýsku (.de) og frönsku (.fr).   

Svo er Google góður vinur og oft má finna það sem leitað er að með því að slá inn „[titill bókar] PDF“ eða „[titill bókar] ebook“.  

 

Náms- og starfsráðgjöf háskólanna:  

Háskóli Íslands :
Staðsetning og opnunartími: Háskólatorg 3. hæð, Sæmundargata 4. 
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og föstudaga kl. 10:00 – 15:00. 
Líka í boði: Símaviðtal við ráðgjafa er í boði kl. 12:30-15:00 á virkum dögum og netspjall kl. 10:00-12:00. 
Sími: 5254315 .
Netföng: Námstengd erindi sendist á radgjof@hi.is og um úrræði í námi og prófum á urraedi@hi.is . 

Háskólinn í Reykjavík  : 
Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum HR alla virka daga, tímabókun fer fram á netinu í gegnum KaraConnect bókunarkerfið (leiðbeiningar á vef náms- og starfsráðgjafar) eða með tölvupósti til radgjof@ru.is 

Háskólinn á Akureyri :
Á vefsvæðinu er bæði hægt að bóka tíma og sækja um sérúrræði. 
Opnunartími skrifstofu: 
Virka daga nema miðvikudaga kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00.
Miðvikudaga kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 14:30. 

Opnir viðtalstímar eru líka í boði; þá þarf ekki að bóka fyrirfram. 
Opnir viðtalstímar mánudaga til fimmtudaga eru milli kl. 13:30 og 14:30 en á föstudögum milli kl. 11 og 12. 

 

Áhugaverðar og gagnlegar síður eða vefsvæði 

www.tiro.is – Sjálfvirk talgreining fyrir íslenskt talmál yfir í ritaðan texta. 
Robobraille.org – Umbreytir skjölum og setur texta á aðgengilegt form. Tekur inn margar tegundir af skráargerðum.
Natural Reader – Hugbúnaður fyrir bæði skjöl og veflestur (Google Chrome), hægt að nota ýmist í vafra eða smáforriti. Með Plus áskrift er hægt að nota OCR til að lesa óvirk skönnuð skjöl og nota íslenskan talgervil. Plus plan kostar $110 á ári (um 15.500 kr.).