Hægt er að útbúa flýtileið á heimaskjá síma fyrir ákveðin símanúmer.

Hér er PDF-skjal með símaskjáskotum til útskýringar.

Aðferð:

  1. Til þess að búa til tákn á heimskjá sem hringir beint í ákveðinn tengilið þá er ýtt á laust pláss á heimaskjá og fingri haldið niðri þar til skjámyndin breytist og öll merki /icon birtast á ljósum fleti.
  2. Næst velur þú Græjur (neðst á skjánum) og svo Tengiliðir.
  3. Undir Tengiliðum velur þú Beint val.
  4. Og Bæta við.
  5. Sá tengiliður sem á að búa til „Beint val“ fyrir er valinn.
  6. Og þá birtist tákn fyrir tengiliðinn á heimaskjá.