Hér er hægt að nálgast skjalið í PDF-formi. 

  • Sá sem er í hjólastól er oft háður upplýsingum frá öðrum um leiðir og kennileiti meðan sá sem gengur sjálfur getur valið leiðir og kennileiti og er meðvitaður um hvert hann fer.
  • Sá sem fer um í hjólastól er oft háður stuðningi frá öðrum við að komast á milli staða og hefur ekki alltaf möguleika á að hafa áhrif á aðstæður. Sumir hafa ekki heldur góða tilfinningu fyrir því hvar þeir eru staddir á leiðinni eða hvert þeir eru að fara.
  • Leiðsögutækni sem beinist að þeim sem er í hjólastól snýst fyrst og fremst um að gefa upplýsingar. Mikilvægt er að meta forsendur og möguleika hvers og eins m.t.t. magns og innihalds upplýsinga.
  • Það tekur tíma að veita upplýsingar um leið sem farin er hverju sinni. Sá sem er í hjólastól verður ekki eins meðvitaður um leiðir og kennileiti ef sá sem keyrir stólinn stoppar ekki á réttum stöðum á leiðinni.
  • Upplýsingar þurfa helst að vera einfaldar og skýrar. Erfitt getur reynst að muna langar og flóknar leiðbeiningar.
  • Hlutverk starfsfólks er að auðvelda þeim sjónskerta sem er í hjólastól að átta sig á aðstæðum og leiðum.

Til umhugsunar:

  1. Samstaða um ákveðnar leiðir og kennileiti.
  2. Fara alltaf sömu leið og nota sömu kennileiti.
  3. Nota sömu orð fyrir staði og leiðir.
  4. Stoppa við föst kennileiti og nefna þau um leið og þau eru snert.
  5. Þegar breytt er um stefnu er auðveldara fyrir þann sem er í hjólastól að taka eftir því ef tekin er 90° beygja.
  6. Það er upplýsandi að leggja hönd á öxl og segja þegar tekin er beygja (vinstri eða hægri).

Unnið upp úr ritinu Om at ledsage en synshandicappet kørestolsbruger eftir Gill Levy, RNIB, 1995.

Rannveig Traustadóttir, umferliskennari.
Gert í október 2014, yfirlesið í maí 2023.