0-18 ára: Sérkennsluráðgjöf:
Þjónusta við börn fer fram í gegnum þverfaglegt teymi Sjónstöðvarinnar sem ýmsar fagstéttir stofnunarinnar sitja í. Sérkennsluráðgjafar bera ábyrgð á þjónustu við börn út í skóla og inn á heimili (ef um snemmtæka íhlutun er að ræða) en vinna náið með öðru ráðgjöfum Sjónstöðvarinnar til að tryggja heildstæða þjónustu. Við fyrstu komu á Sjónstöðina hitta börn og aðstandendur þeirra ráðgjafa Sjónstöðvarinnar og kynnt er fyrir þeim sú þjónusta sem er í boði. Framkvæmt er heildrænt mat og metin þörf á þjónustu. Þjónustan sem er í boði getur verið margvísleg t.d. sérhæfð gleraugnaþjónusta, úthlutun á sjónhjálpartækjum og kennsla á þau. Börnum er fylgt eftir inn í skólaaðstæður, sama á hvaða skólastigi á við og ráðgjöf veitt inn í þeirra skólanærumhverfi.
Aðgengi að námsefni og öðru efni fyrir 0-18 ára:
Ef að barn er í þjónustu hjá Sjónstöðinni getur hann óskað eftir að fá lesefni á svartletri yfirfært yfir á stækkað form eða tölvutækt form þannig að efnið verði aðgengilegt. Algengt er að námsbækur sem ekki eru aðgengilegar eru stækkaðar upp í það letur sem hentar námsmanninum eða séu settar upp aftur þannig að hægt sé að hlusta á efnið með talgervli. Ekki er um hljóðbækur að ræða. Ef einstaklingur vill nálgast efni á hljóðbókaformi er honum bent á að hafa samband við Hljóðbókasafn Íslands.