Ráðgjöf fyrir fullorðna

Notendur þjónustu Sjónstöðvar er boðið upp á margvíslega þjónustu. Helst ber að nefna samtal og samvinna við sjóntækjafræðinga um sjónhjálpartæki sem nýtist einstaklingum með skerta sjón. Sjónfræðingar Sjónstöðvarinnar sérsmíða gleraugu sem henta viðkomandi. Einnig er í boði stækkunargler sem og öðrum hjálpartækjum sem er úthlutað eftir hjálpartækjareglugerð. Notendum gefst einnig tækifæri á að hitta þjálfara í athöfnum daglegs lífs sem getur bent á ýmis gagnlegt ráð og bent á góðar hugmyndir sem einstaklingar geta nýtt sér í daglegu lífi. Dæmi um slíkt eru merkingar á heimilinu og gott skipulag. Þeir sem þurfa hjálp við rötun á áttun geta sótt ráðgjöf til umferliskennara og fengið kennslu í varnartækni eða fengið hvítan staf til að auðvelda sér umferlið. Í ráðgjafahópi Sjónstöðvarinnar er félagsráðgjafi sem getur aðstoðað notendur við alls kyns réttinda mál sem tengjast sjónskerðingunni. Ráögjöf við aðlögun og aðgengi að tölvum er mikilvægur líður í þjónustu fyrir notendur. En tölvuráðgjafi getur bent á forrit eða aðstoðað við innri stækkun í tölvum. Virkniráðgjafi er í ráðgjafahóp Sjónstöðvarinnar sem getur aðstoðað notendur varðandi atvinnumál eða að vera í virkni.