Eitt af því sem getur fylgt því að eldast er að sjónin getur daprast. Þegar sjón er orðin minna en 30% á báðum augum geta aldraðir sótt þjónustu Sjónstöðvarinnar (minnum á tilvísun frá augnlækni). Við bjóðum öldruðum notendum að fá ráðgjöf sjónfræðinga sem hafa sérhæft sig í dapri sjón. Fyrsta koma fer fram með viðtali við sjónfræðing sem metur aðstæður og skoða sjónhjálpartæki sem gætu gagnast. Sjónfræðingar vinna í teymi með öðrum ráðgjöfum Sjónstöðvarinnar sem kalla til aðra ráðgjafa ef þörf þykir á aðstoð varðandi athafnir daglegs lífs s.s. eins og merkingar heima fyrir. Oft getur verið gott að vera búið að hugsa fyrir hvrot þú viljir leyfa umhverfinu að vita að nú hafi sjónin daprast og þá er hægt að fá úthlutuðum staf sem kallast merkistafur sem er gott hjálpartæki til að verjast slysum sem og að láta þá sem eru í umhverfinu vita að þú sért sjónskertur einstaklingur.