Umsókn um þátttöku ríkisins í kostnaði við gleraugu (word – eða útfyllanlegt PDF-skjal??)

Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublaðið hér að ofan. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og kvittun frá gleraugnaverslun. Gler og umgjarðir þurfa að vera aðskildar á kvittun.

Einnig er hægt að skanna eyðublaðið og senda í tölvupósti á netfangið endurgreidslur@midstod.is, eða skila til Miðstöðvarinnar í Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík. Merkt umslög liggja frammi hjá augnlæknum og gleraugnaverslunum og má setja ófrímerkt í póst.

Hverjir eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum?

Öll börn eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum að 18 ára aldri:

  • Börn frá 0 – 3 ára eiga rétt á endurgreiðslum tvisvar á ári
  • Börn frá 4 – 8 ára eiga rétt á endurgreiðslum árlega
  • Börn frá 9 – 17 ára eiga rétt á endurgreiðslum annað hvert ár

Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:

  • Eru augasteinalausir (aphaki)
  • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
  • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
  • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
  • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
  • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð

Upphæð endurgreiðslu miðast við styrk glerja. Ekki er greitt í glerjum <  0.75

  • 0,75 – 4,0     3500 pr. gler
  • 4.25 – 6.0     4000 pr. gler
  • 6,25 – 8.0     5500 pr. gler
  • 8,25 – 10,0   6300 pr. gler
  • >10,0           7500 pr. gler

Sterk cylindergler (sjónskekkjugler)

  • Cyl. 2,25 – 4,00  Til viðbótar 500 kr. á hvert gler
  • Cyl. 4,25 – 6,00  Til viðbótar 1.000 kr. á hvert gler
  • Cyl. > 6,25        Til viðbótar 1.500 kr. á hvert gler