Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er annar fimmtudagur í október ár hvert. Tilgangur dagsins er að beina athygli almennings út um allan heim að blindu og sjónskerðingu, endurhæfingu blindra og sjónskertra og vörnum gegn sjónmissi.
Í tilefni af sjónverndardeginum munu Miðstöðin og Blindrafélagið senda frá sér fræðslumola á Facebook– og Instagram síðum Miðstöðvarinnar.