Þann 1. júní 2021 mun taka gildi ný reglugerð um endurgreiðslur gleraugna sem bæði hækkar greiðsluupphæðir og fjölgar þeim skiptum sem ríkið tekur þátt í kostnaði við gleraugu barna eldri en 3 ára. Einungis gleraugu keypt 1. júní 2021 eða síðar munu falla undir þessa nýju reglugerð, ekki þau sem keypt eru fyrr.