Eins og kom fram í fjölmiðlum hefur Félagsmálaráðuneytið kynnt nýja reglugerð sem taka á gildi 1. júní næstkomandi. Samkvæmt nýju reglugerðinni munu börn frá 0-6 ára eiga rétt á endurgreiðslum tvisvar á ári, 7-12 ára einu sinni á ári og 13-17 ára annað hvert ár. Fullorðnir einstaklingar sem uppfylla skilyrði um endurgreiðslu geta fengið hana þriðja hvert ár. Þó er Miðstöðinni heimilt að ákveða tíðari úthlutun breytist sjónlag umtalsvert að mati sérfræðings í augnlækningum. Þá munu endurgreiðslur hækka nokkuð og verður það kynnt betur þegar reglugerðin tekur gildi. 

Miðstöðin vill árétta það að notendur hennar sem teljast sjónskertir samkvæmt lögum hafa fengið gleraugu sér að kostnaðarlausu frá Miðstöðinni.