Staðsetning: Fundarherbergi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, 2. hæð
Tími: 29. nóvember – 2. desember 2021 frá 10:00 – 15:00 alla daga
Leiðbeinandi er Björk Arnardóttir, hundaþjálfari og ráðgjafi hjá Sjónstöðinni.

Námskeiðinu er ætlað til að auka þekkingu blindra og sjónskertra á notkun, umhirðu og þjálfun leiðsöguhunda. Námskeiðið er 20 tímar og því er skipt í bóklegan og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn samanstendur m.a. af fræðslu og samtali um grunnatriði hundaþjálfunar, umhirðu og umönnun hunda, þjálfunarferli leiðsöguhunda og fleira. Í verklegri kennslu gefst þátttakendum færi á að prófa leiðsöguhund undir leiðsögn hundaþjálfara.
Námskeiðið er skilyrði þess að eiga inni virka umsókn um leiðsöguhund.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Sjónstöðinni / Þjónustu og þekkingarmiðstöð s: 5455800 eða með tölvupósti midstod@midstod.is / bjork.arnardottir@midstod.is