Sjónstöðin verður með kynningu á nokkrum leiðsagnar smáforritum sem geta komið að góðu gagni fyrir þá sem nýta sér snjalltæki í umferli eða hafa áhuga á því. Þau forrit sem fjallað verður um eru; Soundscape, Seeing Assistant Move og Clew. Soundscape og Clew eru eingöngu fyrir Apple en Seeing Assistant Move er bæði fyrir Android og Apple.

Kynningin verður haldin 7.desember kl.14:30 í sal Blindrafélagsins 2.hæð Hamrahlíð 17.

Skráning á viðburðinn er hjá Sjónstöð í síma 545-5800 eða hjá midstod@midstod.is