Málverk eftir Rut Rebekku

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð

fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Sjónstöðin, í samstarfi við Stuðningur til sjálfstæðis, sem er sjóður á vegum Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins, býður á haustmánuðum upp á nám í kennslu í áttun og umferli.  Nánar hér

Algeng atriði

Endurgreiðslur gleraugna

Til að sækja um endurgreiðslu vegna gleraugna þarf að fylla út eyðublað á vefnum. Fylgja þarf afrit af augnvottorði og sundurliðaða kvittun frá gleraugnaverslun.

Bæklingar

Hér má finna allskyns lesefni tengt sjónskerðingu og daglegt líf þeirra sem glíma við hana. Flesta þeirra má lesa beint af vefnum eða hlaða niður sem .pdf-skjali.

Þjónusta

Markmið Sjónstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir eða sjónskertir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra.

Samþætt sjón- og heyrnarskerðing

Áður kölluð daufblinda, er sértæk fötlun þegar skerðingin er til staðar í þeim mæli að hún gerir skertu skynfærunum erfitt fyrir að bæta upp fyrir hvort annað.

Umferli

Umferli snýst um að læra aðferðir og leiðir til að komast frá einum stað til annars innan dyra sem utan. Umferliskennsla nýtist þeim eru með litla eða enga sjón eða þeim sem eru með sjónúrvinnsluerfiðleika.

Heilatengd sjónskerðing - CVI

CVI er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Í flestum tilvikum gera börn með CVI sér ekki grein fyrir að sjónupplifun þeirra geti verið frábrugðin sjónupplifun annarra þar sem þau þekkja ekki annað. 

nýjustu fréttir

Íþróttir fatlaðra kynntar á laugardaginn

Kynningardagur á íþróttum fatlaðra verður haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 31. október klukkan 14 – 16. Dagurinn nefnist Paralympic-dagurinn en Ólympíuleikar fatlaðra/Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér hvað er í boði. Á meðal íþrótta sem kynntar verða eru Boccia, borðtennis, sund, frjálsar íþróttir, bogfimi, lyftingar, hjólastólakörfubolti. Ingó veðurguð tekur á móti gestum og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög.

Styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við HÍ

Þórsteinssjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum en umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2015. Tilgangur Þórsteinssjóðs er í fyrsta lagi að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. Í öðru lagi er markmið sjóðsins að efla rannsóknir á fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, einkum í félags- og hugvísindum.

Lifað með sjónskerðingu sýnd á RÚV í kvöld

Íslenska heimildarmyndin Lifað með sjónskerðingu verður sýnd á RÚV í kvöld, þriðjudaginn 20. október klukkan 20:10. Myndin er frá árinu 2014 en í henni er fylgst er með sex blindum og sjónskertum einstaklingum á öllum aldri í sínu daglega lífi og hvernig þeir takast á við sjónmissinn með ólíkum hætti.

Vettvangsferð á slökkvistöðina

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður blindum og sjónskertum börnum og ungmennum í vettvangsferð í samvinnu við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Foreldradeild Blindrafélagsins, laugardaginn 7. nóvember.

áhugavert efni

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.

viðburðir

algengar spurningar

Ég sótti um endurgreiðslu á gleraugum en get ekki séð að greiðslan hafi borist

Allar gleraugnaendurgreiðslur koma frá Fjársýslu ríkisins og eru merktar „Ríkissjóður.“

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Get ég sótt um hjálpartæki fyrir mig eða ættingja?

Einungis notendur Miðstöðvarinnar geta fengið úthlutað hjálpartækjum. Ekki er hægt að kaupa hjálpartæki hjá Miðstöðinni.

Reglugerð um úthlutun hjálpartækja á vegum Miðstöðvarinnar 

Geta fullorðnir fengið endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa?

Fullorðnir eiga frá 18 ára aldri rétt á endurgreiðslum vegna eftirfarandi:

  • Eru augasteinalausir (aphaki)
  • Þurfa á prismagleraugum að halda vegna tvísýni
  • Eru hánærsýnir (myopia gravis) ≥12,00
  • Eru háfjarsýnir (microphathalmia) ≥10,00
  • Eru með lausa augasteina (luxatio lentis)
  • Þurfa að breyta gleraugnastyrk umtalsvert, að mati sérgreinalæknis í augnlækningum, vegna augnsjúkdóma eða skurðaðgerða, svo sem keiluglæru (keratoconus), eftir hornhimnuígræðslu eða nethimnulossaðgerð.

Nánar um gleraugnaendurgreiðslur

Hvað á að gera við hjálpartæki ef þau eru ekki lengur í notkun?

Miðstöðin lánar öll hjálpartæki og óskar því eftir að þeim sé skilað ef þau nýtast ekki lengur.

um stofnunina

Markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.