Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins býður blindum og sjónskertum börnum og ungmennum í vettvangsferð í samvinnu við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og Foreldradeild Blindrafélagsins, laugardaginn 7. nóvember. Starfsmenn Slökkviliðsins segja þar frá starfi sínu og sýna tæki og búnað sem þeir nota.

Markmiðið með heimsókninni er:

–    Að fræðast um eldhættu, eldvarnir og hlutverk slökkviliðsins.

–    Að skoða slökkvi- og sjúkrabílana og stöðina sjálfa.

Ferðin er ætluð börnum og ungmennum en þurfi þau fylgd, er fylgdarmaður velkominn með. Umferliskennarar frá Miðstöðinni vera einnig á staðnum.

Foreldradeild Blindrafélagins mun bjóða upp á grillaðar pylsur og ís.

Staðsetning: Slökkviliðsstöðin í Hafnarfirði, Skútahrauni 6.

Hvenær: Laugardaginn 7. nóvember kl. 10:00

Skráning hjá Miðstöðinni í síma 545-5800 eða á netfangið midstod@midstod.is fyrir 30. október.