Íþróttir fatlaðra kynntar á laugardaginn
Kynningardagur á íþróttum fatlaðra verður haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, laugardaginn 31. október klukkan 14 – 16. Dagurinn nefnist Paralympic-dagurinn en Ólympíuleikar fatlaðra/Paralympics er stærsta íþróttamót fatlaðra afreksmanna í heiminum. Fólk með fötlun er sérstaklega hvatt til að mæta og kynna sér hvað er í boði. Á meðal íþrótta sem kynntar verða eru Boccia, borðtennis, sund, frjálsar íþróttir, bogfimi, lyftingar, hjólastólakörfubolti en Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir deginum. Ingó veðurguð tekur á móti gestum og mun að sjálfsögðu taka nokkur lög.