Frá áramótum mun Sjónstöð Íslands hætta allri sölu á smáum hjálpartækjum, eins og úrum, spilum og þess háttar. Samkvæmt samkomulagi mun Blindrafélagið taka við sölunni og er notendum því bent á að snúa sér beint til félagsins frá þeim tíma. Eftir sem áður mun Sjónstöðin annast úthlutun á hjálpartækjum sem notendur stofnunarinnar fá án greiðslu.