Frá áramótum hefur Framleiðsludeild sent frá sér 111 titla á punktaletri, stækkuðu letri og rafrænu formi. Í Framleiðsludeild eru fjórir starfsmenn sem sinna að mestu leyti skólafólki eins og stendur því pantanir frá skólum hafa verið settar í forgang. Enn þá eru um 140 skólabækur á biðlista og sífellt bætast við nýjar pantanir. Tíminn sem tekur að framleiða hvern titil er mjög mismunandi, allt frá 10 mínútum upp í 78 klukkustundir sem er sá titill sem tók lengstan tíma frá því Miðstöðin tók til starfa. Margt kemur til sem skýrir þennan mismun; sumir titlar eru til á réttu formi fyrir viðkomandi einstakling en aðra þarf að vinna frá grunni svo sem að skanna inn textann, vinna myndir fyrir stækkað letur og punktaletur o.fl

Mynd úr kennslubók áður en letrið var stækkaðMynd úr kennslubók eftir að letrið var stækkað fyrir viðkomandi nemanda

    Kennslubók fyrir breytingu           Kennslubók eftir að letrið var stækkað