Samstarf Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar og Samskiptamiðstöðvar í málefnum daufblindra er nú í mótun.  Með tilkomu nýrra laga um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er daufblinda í fyrsta sinn viðurkennd sem sérstök fötlun og skilgreind í orðskýringum laganna.

Nú er hafið samstarf þessara tveggja stofnana í málefnum daufblindra einstaklinga á landinu. Í þessum tilgangi hafa starfsmenn stofnanna hist og rætt málin og eru að leggja grunn að formlegri samvinnu.