Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf. um að vefurinn www.midstod.is standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar hefur fengið bæði vottun fyrir forgang 1 og 2. Þetta er í samræmi við markmið Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar að veita gott aðgengi og vera fyrirmynd annarra í þeim efnum. Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi á vefnum.

Það sem gert hefur verið til að bæta aðgengið á vefnum er meðal annars eftirfarandi:

  • Hægt er að stækka og minnka letur á skjánum
  • Hægt er að breyta um bakgrunnslit á síðunni án þess að uppbygging síðunnar breytist
  • Hægt er að nota Mínar stillingar af Stillingar.is. Uppbygging síðunar breytist ekki nema letur sé mjög mikið stækkað
  • Hægt er að vafra um vefinn án þess að nota músina
  • Hægt er að skoða efni vefsins í skjálesurum sem blindir og sjónskertir nota
  • Öll tenglaheiti eru skýr
  • Allar myndir hafa útskýringatexta (ALT texta)
  • Öll viðhengi eru útskýrð, til dæmis kemur fram tegund og stærð skjals þar sem við á
  • Vefurinn virkar án javascripta
  • Fagorðalisti er í boði
  • Leiðbeiningar og útskýringar eru fyrir ofan alla virkni

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative) hefur verið uppfærður miðað við nýjustu útgáfu sem er alþjóðlegur staðall fyrir aðgengi á Netinu. Sjá hefur í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hefur hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um vefinn hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð, midstod@midstod.is. Allar ábendingar um aðgengi og hvað betur mætti fara á vefnum eru vel þegnar.