Miðvikudaginn 27.maí mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskertra og daufblinda einstaklinga standa fyrir matartækninámskeiði fyrir notendur miðstöðvarinnar. Áhersla verður lögð á borðhald og ráðleggingar því tengdu.

Námskeiðið fer fram í sal Blindrafélagsins á 2.hæð í Hamrahlíð 17 frá klukkan 10.00-14.00.

Þátttakendur munu einungis greiða fyrir mat í mötuneyti Blindrafélagsins, sem er 500 krónur.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 8 manns að þessu sinni en annað námskeið verður haldið verði áhugi mikill.

Skráning fer fram í síma 545-5800 eða á netfanginu sabina@midstod.is fyrir 20.maí nk.