Tilgangur Menntunarsjóðsins er að styrkja kennara og annað fagfólk til sérnáms hérlendis og erlendis sem tengist kennslu og þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Styrkir mega nema skólagjöldum, kostnaði við námsögn og ferðakostnaði vegna náms erlendis.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009 og ber að skila umsóknum á eyðublöðum sem má nálgast á heimasíðu Blindrafélagsins.

Umsóknum ásamt prófskírteinum úr háskólanámi og upplýsingum um starfsferil og upplýsingum um áformað nám. skal skila til Blindrafélagsins Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík merktum „Menntunarsjóður til blindrakennslu“

Um meðferð umsókna fer samkvæmt úthlutunarreglum sem nálgast hér á heimsíðu Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. Bent er á upplýsingar á vefsíðu Blindrafélagsins um skóla erlendis sem bjóða nám til kennslu og ráðgjafar við blinda og sjónskerta einstaklinga.

Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Blindrafélagsins.