Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga óskar eftir að ráða til starfa ráðgjafa fyrir daufblinda einstaklinga.

Í starfinu felst meðal annars að finna og skrá alla einstaklinga með daufblindu á Íslandi, sjá til þess að daufblindir fái greiningu, skipuleggja, samhæfa og þróa endurhæfingu og hæfingu fyrir daufblinda einstaklinga í samstarfi við þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviðinu.

Um er að ræða 100% starf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsækjendur þurfa að hafa:

  • lokið háskólanámi á einhverjum af eftirtöldum sviðum; félagsráðgjöf, sálfræði, táknmálsfræði eða sérkennslufræðum fyrir blinda, sjónskerta og/eða daufblinda
  • getu til að leiða árangursríkt samstarf ólíkra aðila og leysa úr ágreiningsmálum
  • lipurð í mannlegum samskiptum
  • skipulagshæfileika, sjálfstæði, sveiganleika og frumkvæði í starfi
  • skapandi, gagnrýna og sjálfstæða hugsun
  • góða færni í ritaðri og munnlegri íslensku og færni í ensku og norðurlandamáli

 

Æskilegt er að umsækjendur hafi góða færni í táknmáli.

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2009. Umsóknir sendist til forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Huld Magnúsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í síma 5455800 eða í tölvupósti, huld@midstod.is