Dagana 13. – 14. ágúst stendur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin fyrir námskeiði og vinnusmiðju fyrir kennara, stuðningsfulltrúa og starfsfólk leik- og grunnskóla.

Yfirskrift námskeiðsins er „Hvernig komum við til móts við þarfir sjónskertra nemenda í skólakerfinu?“ Áherslan verður lögð á hvað sjónskerðing felur í sér, kennsluaðferðir og leiðbeiningar um útfærslu námsefnis, ásamt verklegum æfingum og vinnusmiðju. Leiðbeinandi er Gwyneth McCormack, sjálfstætt starfandi kennsluráðgjafi frá Bretlandi (Qualified Teacher of Children with Visual Impairments Status).

Nánari upplýsingar um námskeiðið og önnur námskeið sem verða í boði haust og vetur 2009 má finna á skráningarsíðu Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvarinnar.