Þátttakendur á námskeiðinu ásamt kennara og leiðbeinendum

Dagana 13.-14. ágúst stóð Þjónustu – og þekkingarmistöðin fyrir námskeiði fyrir starfsfólk leik og grunnskóla. Námskeiðið bar yfirskriftina, „Hvernig komum við til móts við þarfir sjónskertra nemenda í skólakerfinu?“  35 þátttakendur voru á námskeiðnu og var gerður góður rómur að því..

Kennari á námskeiðinu var Gwyneth McCormack, sjálfstætt starfandi kennsluráðgjafi frá Bretlandi. Hér neðar má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af þáttakendum við hin ýmsu viðfangsefni.

Þátttakendur þurftu að finna út hvar best væri fyrir nemandann að sitja með tilliti til töflunnar, hurðarinnar og aðgengis að kennslugögnum.

Gwyneth McCormack, kennarinn á námskeiðinu

Þátttakendur prófuðu að spila stærðfræði spil fyrir blinda

Efst á síðu