Dagana 20. og 22. október mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samstarfi við Blindrafélagið, halda námskeið í matargerð. Kennari á námskeiðinu er Sólveig Eiríksdóttir, Solla í Grænum kosti. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Kennt verður tvo eftirmiðdaga, frá 5 til 7.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.  Kennslan fer fram í eldhúsi á 2.hæð 

Skráning

 

Einnig er hægt að skrá sig í síma 545-5800