Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samstarfi við Blindrafélagið og Snyrtiakademíuna, mun halda námskeið um notkun á snyrtivörum þar sem einnig verða veitt góð ráð um umhirðu húðar.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Snyrtiakademíunnar að Hjallabrekku 1 í Kópavogi, þriðjudaginn 29. september frá 16:00 – 18:00 og fimmtudaginn 1. október frá 16:00 – 18:00

Verð: 4000 kr. fyrir félagsmenn í Blindrafélaginu en 7900 kr. fyrir aðra.     

Að námskeiðinu loknu mun Snyrtiakademían afhenda hverjum þátttakanda gjafaöskju með snyrtivörum.

Skráning

Einnig er hægt að skrá sig í síma 545-5800