4. desember næstkomandi mun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin, í samstarfi við Blindrafélagið, halda  námskeið í gerð jólaskreytinga. Námskeiðið verða haldin í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17, annarri hæð, og stendur frá kl. 10-12. Ef aðsókn verður góð verður haldið annað námskeið frá 13 – 15 sama dag.

Leiðbeinandi er Brynhildur Sigtryggsdóttir, eigandi Blóma- og gjafabúðarinnar á Sauðárkróki,  Kennt verður að búa til hýasintuskreytingu, leiðisgrein eða hurðakrans. Þátttakendur geta valið að gera 2 skreytingar.

Verð: 4000 kr. fyrir félagsmenn í Blindrafélaginu en 8000 fyrir aðra. Innifalið í verði er efnisgjald og kennsla.

Skráning hér

Einnig er hægt að skrá sig í síma 545-5800