Samskiptamiðstöð fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta heldur námskeið í snertitáknmáli fyrir einstaklinga með samsetta heyrnar- og sjónskerðingu (daufblindu) og aðila tengda þeim.
Innihald námskeiðs:
Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur og aðstandendur þeirra í að nota snertitáknmál til samskipta. Megináhersla er á hlutverk og notkun snertitáknmálsins.
Innihald:
– Aðferðir snertitáknmáls
– Samskiptareglur
– Sérstök málfræði táknmáls daufblindra
– Hlutverk táknmálstúlkunar og millitáknmálstúlkun
– Snertitáknmálsæfingar
–
Tími: Fimmtudagar klukkan 14:00. Kenndar eru tvisvar sinnum 40 mínútur.
Dagsetningar eru 8.15. 22. 29. október og 5. nóvember
Kennslustaður: Suðurlandsbraut 12
Námskeiðsstjóri: Júlía G. Hreinsdóttir
Skráning fer fram á Samskiptamiðstöðinni í síma 562 7702 frá 8-16 eða með tölvupósti anney@shh.is