Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin óskar eftir umsögn notenda, fagfólks og allra þeirra sem málið varðar um drög að reglugerð um úthlutun hjálpartækja fyrir sjónskerta, blinda og daufblinda einstaklinga. Reglugerðin hefur jafnframt verið send Félag- og tryggingamálaráðuneytinu svo og hagsmunasamtökum.
Óskað er eftir umsögnum fyrir 15. desember 2009.

Hægt er að senda tölvupóst á midstod@midstod.is eða senda umsögnina í gegnum Ábendingar og fyrirspurnir hér á heimasíðunni

Drög að reglugerð um úthlutun hjálpartækja fyrir sjónskerta, blinda og daufblinda einstaklinga  (word-skjal 85 kb)