Haldið var námskeið í matreiðslu grænmetisrétta með Sólveigu Eiríksdóttur. Þátttakendur voru 11 og komust færri að en vildu. Námskeiðið heppnaðist í alla staði vel og þátttakendur skemmtu sér hið besta. Sólveig fræddi viðstadda um næringargildi matarins á eins og henni einni er lagið. Þátttakendur elduðu girnilegan grænmetisrétt og bökuðu brauð í fyrri hluta námskeiðsins og í seinni hlutanum var bakað, búið til hollt súkkulaði og drykkir.

Allir kynna sér uppskriftina

Allir fylgjast með

Grænmetisrétturinn undirbúinn

Og svo var bakað brauð.

Hakkaðar möndlur.

Súkkulaðisæla

Dálítið montnar með nammi

Mikilvæg tæki við baksturinn

Mmmmmm

Skálað í möndlusúkkulaði

Það þarf líka að vaska upp