Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga heldur þriggja kvölda námskeið sem ber yfirskriftina: Samskipti foreldra og blindra og sjónskertra barna. Námskeiðið fer fram 12., 14. og 19. janúar 2010 frá kl. 20-22 öll kvöldin og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi:

  • að eignast blint eða sjónskert barn, m.a. skoðaðar kenningar um viðbrögð fólks og líðan við miklar breytingar, áföll og kreppu
  • að eignast blint eða sjónskert systkin
  • fatlað barn eða barn með fötlun, skoðaðar eru áherslurnar hjá foreldrum, barninu og umhverfinu
  • sjálfsmynd barnanna og aðferðir til að styrkja sjálfstæði og ábyrgð blindra og sjónskertra barna

Námskeiðið er fræðslunámskeið en jafnframt verður lögð áhersla á umræður um persónulega upplifun og aðstæður meðal foreldra undir stjórn leiðbeinenda.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Hugo Þórisson sálfræðingur.

Námskeiðið  verður haldið í húsnæði Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga að Hamrahlíð 17, 5. hæð.
Skráning fer fram á heimasíðu Miðstöðvarinnar  eða í síma 545 – 5800 fyrir 15. desember 2009.

 

Skráning