Fimmtudaginn 3. desember síðastliðinn bauð Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin augnlæknum og sjóntækjafræðingum í heimsókn og kynnti starfsemi Miðstöðvarinnar fyrir þeim.
Við þetta tækifæri færði Benedikt Þórisson, sjóntækjafræðingur og heildsali Iceoptik, Huld Magnúsdóttur, forstjóra Miðstöðvarinnar, svokallaðan p.d.-mæli sem mælir fjarlægðina á milli augnanna, .
Að geta mælt fjarlægðina á milli augnanna er nauðsynlegt í framleiðslu sjónhjálpartækja eins og gleraugna. Þetta er kærkomin gjöf þar sem eldri útgáfa af tækinu sem Miðstöðin átti þarfnaðist endurnýjunar.
Benedikt Þórisson og Estella D. Björnsson með p.d.-mælinn sem Benedikt færði Miðstöðinni að gjöf.
Vala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi sýndi gestum hjálpartæki sem Miðstöðin úthlutar notendum sínum